Golf

Fyrsta sinn sem Bandaríkin eru litla liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Við fáum að sjá frábært golf, mikla spennu og mikið drama,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og sérfræðingur Golfstöðvarinnar, um Ryder-bikarinn í samtali við Arnar Björnsson.

Þorsteinn telur að lið Evrópu sé sigurstranglegra en það bandaríska.

„Fyrirfram er reiknað með því að evrópska liðið sé sterkara og þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Bandaríkjamenn eru taldir litla liðið,“ sagði Þorsteinn sem bætti við að Tom Watson, fyrirliði Bandaríkjanna, geti notað það til að hvetja sína menn til dáða.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Keppni í Ryder-bikarnum hefst klukkan 06:30 í fyrramálið með fjórbolta. Allir þrír dagarnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Fáðu þér áskrift hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×