Innlent

Vill tryggja að fólk fái ekki leiðréttingu tvisvar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frumvarpi Bjarna var dreift á Alþingi í dag.
Frumvarpi Bjarna var dreift á Alþingi í dag. Vísir / GVA
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði í dag fram frumvarp um breytingar á lögum um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Breytingunum er ætlað að taka af allan vafa um að þau skuldalækkunarúrræði sem þegar hafa verið veitt leiði til frádráttar á þeirri upphæð sem leiðrétting ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir.

Í athugasemdum með frumvarpi Bjarna segir að frádrátturinn eigi að vera óháð fyrirkomulagi eða aðferð einstakra lánveitenda við skuldalækkunina. Þá eigi ekki að skipta máli hvort aðgerðirnar hafi komið til fyrir eða eftir sértæka skuldaaðlögun og 110 prósent leiðarinnar.  12.561 nýttu sér úrræðin sem um ræðir, samkvæmt yfirliti í skýrslu

Aðgerðirnar sem vísað er til voru nýttar í 12.561 tilfelli og samtals voru 53 milljarðar felldir niður.

Það eru þó ekki einu aðgerðirnar sem koma til frádráttar en samkvæmt yfirliti í skýrsla sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun húsnæðislána, sem stjórnvöld skipuðu, hafa 116 milljarðar króna verið felldir niður eða greiddir til skuldalækkunar til einstaklinga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×