Innlent

Gæslan fer að jafnaði 88 sjúkraflug á ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rekstur flugdeildar gæslunnar kostaði tvo milljarða á síðasta ári.
Rekstur flugdeildar gæslunnar kostaði tvo milljarða á síðasta ári. Vísir / Vilhelm
Landhelgisgæslan hefur að jafnaði farið 88 sjúkraflug á ári síðustu fjögur ár. Þessum verkefnum er sinnt alfarið með þyrlum. Til viðbótar við þessi flug flýgur flugvél Landhelgisgæslunnar sjúklinga í aðgerðir erlendis en það er óverulegur fjöldi. Árið 2013 skar sig hinsvegar úr þegar flogið var fimm sinnum með sjúklinga í aðgerðir út fyrir landsteinana.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Aðalsteinsdóttur, þingkonu Framsóknar. Þar kemur einnig fram að Mýflug hafi farið 460 sjúkraflug á ári að meðaltali á sama tímabili. Kostnaðurinn við samning ríkisins við Mýflug miðast við fjölda ferða hvert ár og var hann 296 milljónir króna á síðasta ári.

Rekstur flugdeildar Landhelgisgæslunnar kostar öllu meira eða 2.002 milljónir króna á síðasta ári. Flest verkefni deildarinnar eru sjúkraflug eða leit og björgun.

Silja Dögg spurði ráðherra einnig hvort ráðherra hafi farið eftir tilmælum hagkvæmnisathugun hafi farið fram á því hvort best væri fyrir ríkissjóð að Landhelgisgæslan annist allt sjúkraflug. Það hafði heilbrigðisráðherra ekki gert en benti á að Ríkisendurskoðun hefði beint tilmælum um slíkan athugun til innanríkisráðuneytisins, sem fer með málefni gæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×