Innlent

Viðbúnaður við Alþingi vegna heimsóknar Qinglin

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Qinglin heimsótti þinghúsið í kvöld.
Qinglin heimsótti þinghúsið í kvöld. Vísir / Sunna Kristín
Viðbúnaður er við Alþingi í kvöld vegna heimsóknar varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins, Du Qinglin. Hann er í heimsókn á Íslandi ásamt sendinefnd dagana í boði forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar.



Qinglin og sendinefnd ráðgjafarþingsins verða á Íslandi næstu tvo daga. Á meðan heimsókninni stendur mun Qinglin eiga fundi bæði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta.



Þá mun hann einnig funda með fulltrúum úr forsætisnefnd Alþingis og Birgi Ármannssyni, formanni utanríkismálanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×