Jordan Spieth enn í forystu á Isleworth 6. desember 2014 11:42 Jordan Spieth á öðrum hring. AP Jordan Spieth leiðir eftir tvo hringi á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth vellinum í Flórída en hann er á 11 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn ungi hefur leikið frábært golf hingað til en á þó eftir að klára lokaholuna á öðrum hring því leik var frestað um stund vegna veðurs.Henrik Stenson kemur tveimur höggum á eftir Spieth á níu höggum undir pari en Justin Rose og Patrick Reed deila þriðja sætinu á átta undir pari. Aðeins 18 bestu kylfingar heims fá þátttökurétt á Hero World Challenge sem er styrktarmót fyrir góðgerðasamtök Tiger Woods. Woods lék annan hring á 70 höggum eða tveimur undir pari en hann er enn í síðasta sæti mótsins eftir að hafa leikið á 77 höggum í gær. Það sáust ýmis batamerki á Woods á öðrum hring sem hefði hæglega getað verið betri ef ekki hefði verið fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni. Stutta spilið kostaði hann þó aftur en þessi fyrrum besti kylfingur heims til margra ára virðist þó vera á batavegi eftir erfið bakmeiðsli. Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending frá þriðja hring í dag klukkan 17:00. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth leiðir eftir tvo hringi á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth vellinum í Flórída en hann er á 11 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn ungi hefur leikið frábært golf hingað til en á þó eftir að klára lokaholuna á öðrum hring því leik var frestað um stund vegna veðurs.Henrik Stenson kemur tveimur höggum á eftir Spieth á níu höggum undir pari en Justin Rose og Patrick Reed deila þriðja sætinu á átta undir pari. Aðeins 18 bestu kylfingar heims fá þátttökurétt á Hero World Challenge sem er styrktarmót fyrir góðgerðasamtök Tiger Woods. Woods lék annan hring á 70 höggum eða tveimur undir pari en hann er enn í síðasta sæti mótsins eftir að hafa leikið á 77 höggum í gær. Það sáust ýmis batamerki á Woods á öðrum hring sem hefði hæglega getað verið betri ef ekki hefði verið fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni. Stutta spilið kostaði hann þó aftur en þessi fyrrum besti kylfingur heims til margra ára virðist þó vera á batavegi eftir erfið bakmeiðsli. Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending frá þriðja hring í dag klukkan 17:00.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira