Innlent

Hanna Birna segir ákvörðunina hafa verið rétta persónulega og pólitískt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hanna Birna lét í dag af störfum sem ráðherra. Hún snýr aftur á Alþingi um áramótin.
Hanna Birna lét í dag af störfum sem ráðherra. Hún snýr aftur á Alþingi um áramótin. Vísir / Vilhelm
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, segist vita að ákvörðun sín að hætta sem ráðherra sé „rétt pólitískt og hárrétt persónulega. Þetta segir hún á Facebook-síðu sinni.

Hún ætlar að nota næstu vikur til að safna kröftum, hugsa betur um heilsuna og eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Eftir áramót mun Hanna Birna snúa aftur til starfa sem óbreyttur þingmaður.

Hanna Birna segist ætla að finna aftur pólitísku gleðina sem hefur nokkuð skort á að undanförnu.

Ekki er annað að sjá en að Hanna Birna sé sátt við arftaka sinn. „Aftur - til hamingju elsku Ólöf,“ segir hún.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×