Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2014 19:39 Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira