Innlent

Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar en skattrannsóknarstjóri vill fá gögnin.
Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar en skattrannsóknarstjóri vill fá gögnin. Vísir
Það skýrist í vikunni hvort að upplýsingar um Íslendinga sem eiga fjármuni í skattaskjólum verða keyptar eða ekki, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Ekki fæst uppgefið hvort að ákvörðun hafi verið tekin.

Vísir sagði frá því fyrr í dag að skattrannsóknarstjóri sagði málið vera á borði ráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur ráðuneytið verið í sambandi við embætti skattrannsóknarstjóra um málið síðustu daga.

„Mín afstaða er sú að það eigi að gera eins og hægt er að gera, með þessi gögn eins og önnur,“ sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri í dag.

Óljóst er hversu mikið gögnin kosta og um hvaða einstaklinga ræðir. Fréttastofa hefur áður greint frá því að listinn innihaldi nöfn hundraða einstaklinga og að við yfirferð á sýnishornum gagnanna séu vísbendingar um skattaundanskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×