Innlent

„Skemmtinefnd kaupfélagstjórans í Skagafirði“ skilar af sér

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að tillögur landshlutanefndar ríkisstjórnarinnar hafi verið ræddar í ríkisstjórn á föstudag en engin afstaða tekin til þeirra.

Ríkisstjórnin samþykkti í vor að nefnd til að koma með tillögur um hvernig efla megi byggðaþróun og fjárfestingar og fjölga atvinnutækifærum á Norðvesturlandi. Formaður nefndarinnar er Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Skagafirði.

Ragnheiður segir að tillögur landshlutanefndar ríkisstjórnarinnar hafi verið ræddar í ríkisstjórn án þess að afstaða hafi verið tekin til þeirra.Vísir/GVA
Komið hefur fram að landshlutanefnd ríkisstjórnarinnar leggi meðal annars til að Rarik verði flutt á Sauðárkrók og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar verði í Skagafirði.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Stöð 2 að landshlutanefndin sé miklu fremur skemmtinefnd á vegum kaupfélagsstjórans í Skagafirði. Það sem hafi birst grundvallist ekki á neinni hagkvæmni. 

Landhelgisgæslan geti auðvitað verið hvar sem er og Skagafjörður sé ekki kjörsvæði rafmagnsveitna, þarna sé framleitt lítið rafmagn. Þetta sé gamansemi og skemmtiefni, framhald á Fiskistofu sem sé fyrst og fremst tilræði við Hafnarfjörð og þingmenn í Suðvesturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×