Bíó og sjónvarp

Pitch Perfect 2 verður að veruleika

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Anna Kendrick lék aðalhlutverkið í Pitch Perfect.
Anna Kendrick lék aðalhlutverkið í Pitch Perfect.
Leikkonan Elizabeth Banks mun líklegast leikstýra framhaldsmyndinni Pitch Perfect 2 en hún framleiddi og lék í fyrri myndinni. Paul Brooks hjá Gold Circle Films mun framleiða framhaldið ásamt Elizabeth og Max Handelman.

„Elizabeth átti hugmyndina að Pitch Perfect og lék stórt hlutverk í þeirri velgengni sem myndin naut. Hún er hokin af reynslu og með mikla orku og við erum hæstánægð með að Pitch Perfect 2 verði hennar fyrsta leikstjórnarverkefni,“ segir Donna Langley, stjórnarformaður Universal Pictures.

Framleiðslukostnaður Pitch Perfect var aðeins sautján milljónir dollara, tæpir tveir milljarðar króna, en hún þénaði 115 milljónir dollara, rúma þrettán milljarða króna, á alþjóðavísu. Þá hefur platan með lögum úr myndinni selst í rúmlega milljón eintökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×