Bíó og sjónvarp

Setti aðsóknarmet í Svíþjóð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Robert Gustafsson leikur gamlingjann.
Robert Gustafsson leikur gamlingjann.
Kvikmyndin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf verður frumsýnd á Íslandi á morgun en hún er byggð á samnefndri skáldsögu sænska rithöfundarins Jonas Jonasson. Bókin sló óvænt í gegn og hefur verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál. Myndin hefur ekki hlotið síðri viðtökur og sló aðsóknarmet þegar hún var frumsýnd í Svíþjóð á jóladag.

Myndin fjallar um Allan Karlsson, sem leikinn er af Robert Gustafsson, sem vaknar að morgni hundrað ára afmælis síns og ákveður að stinga af frá elliheimilinu í staðinn fyrir að mæta í afmælisveisluna. Hann lendir í ýmsum ævintýrum og í leiðinni er fortíð hans rifjuð upp. Í ljós kemur að Allan á enga venjulega ævi að baki og hefur haft áhrif á marga helstu lykilmenn heimsins, til dæmis Franco, Stalín, Albert Einstein og Mao Tse Tung.

Við Íslendingar eigum líka okkar part í myndinni þar sem Sigurjón Sighvatsson er einn af aðalframleiðendum hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×