Menning

Flytja fyrstu kammerverkin fyrir horn

Hornleikarinn Ella Vala Ármannsdóttir leikur með Nordic Affect á Kjarvalsstöðum.
Hornleikarinn Ella Vala Ármannsdóttir leikur með Nordic Affect á Kjarvalsstöðum.
Kammerhópurinn Nordic Affect heldur sína fyrstu tónleika í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn klukkan 20.



Á tónleikunum kemur náttúruhornleikarinn Ella Vala Ármannsdóttir fram með hópnum og leikur nokkur af fyrstu kammerverkunum sem rituð voru fyrir hornið, eftir þá Telemann, Graun og Bodinus. Einnig eru á efnisskránni verk eftir Händel, Couperin og Philidor. Nordic Affect skipa að þessu sinni: Halla Steinunn Stefánsdóttir á barokkfiðlu, Georgia Browne á barokkþverflautu, Sigurður Halldórsson á barokkselló og Guðrún Óskarsdóttir á sembal.



Nordic Affect er tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2014 og var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í fyrra. Hann var jafnframt valinn flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hópurinn hefur haldið úti vetrartónleikaröð sinni frá árinu 2007. Tónleikaröðin 2014 er undir yfirskriftinni Nordic Affect +1 og verður samstarf við utanaðkomandi aðila í fyrirrúmi á árinu.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgangur er ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×