Framhald af endurgerð sem gæti auðveldlega klikkað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 15:00 Jonah Hill og Channing Tatum snúa aftur í hlutverk sín. Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu. Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu.
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira