Verðlaunin hlaut hann fyrir að semja tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything í leikstjórn James March.
Myndin fjallar um ævi snillingsins Stephen Hawking, með leikaranum Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum.
Jóhann tileinkaði verðlaunin fjölskyldu sinni í Danmörku og á Íslandi og teyminu sem vann með honum að tónlistinni. Þakkarræðu Jóhanns má sjá hér fyrir neðan.
Vísir óskar Jóhanni innilega til hamingju!