Baráttan um merkingu orðanna í stjórnmálum Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 19:30 Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir baráttuna á vettvangi stjórnmálanna ekki hvað síst snúast um merkingu orða eins og frelsi, stöðugleiki og hjól atvinnulífsins. Stjórnarflokkarnir byðu upp á stórkallalausnir sem áttu sinn þátt í hruninu, en Vinstri græn berðust fyrir frelsi vinnandi fólks til að lifa lífinu á mannsæmandi kjörum, kvenfrelsi og sjálfbærni. Formaður Vinstri grænna sagði í setningarræðu sinni á flokksráðsfundi í dag að vinstri græn og stjórnarandstaðan hefðu lagt fram fjölmörg mál, frumvörp, tillögur og fyrirspurnir á Alþingi í anda þeirrar stefnu sem vinstri græn berðust fyrir varðandi jöfnuð, sjálfbærni, kvenfrelsi og frið. Vinstri græn hefðu engan áhuga á að líkjast núverandi stjórnarflokkum þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Sem okkur þótti bæði ómálefnaleg og gengdarlaus á köflum. Og ég held raunar að framganga núverandi stjórnarflokka sem skipuðu síðustu stjórnarandstöðu hafi litað þeirra persónuleika svo rækilega, að ég held stundum að forsætisráðherra sé enn í stjórnarandstöðu við Steingrím og Jóhönnu og gleymi því bara að hann er kominn í aðra vinnu,“ sagði Katrín. Formaður Vinstri grænna sagði orð skipta miklu máli í stjórnmálum og vinstri græn ættu að tileinka sér mörg orð sem hægriöflin hefðu nánast slegið eignarhaldi sínu á. Það væri mikilvægt fyrir vinstrimenn að koma fram sínum skilningi á lykilhugtökum stjórnmálanna. Eitt þeirra hugtaka væri „frelsi“ sem aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn hefðu veigrað sér við að nota. „En hvert er frelsi Sjálfstæðisflokksins í dag ef við skoðum gjörðir hans í ríkisstjórn? Er það ekki bara frelsi hinna fáu efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð, á kostnað frelsis fjöldans,“ spurði formaður Vinstri grænna. Á Íslandi væru tæp 10 prósent landsmanna undir lágtekjumörkum sem væru um 170 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir einstakling og um 360 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þá væri gripið til annars mikilvægs orðs sem vinstrimenn þyrftu að skilgreina. „Í hvert sinn sem skúringafólk biður um kjarabætur er stöðuleikanum ógnað. Og um hvað snýst sá stöðugleiki? Er það stöðugleikinn um að þeir sem eiga mest haldi áfram að eiga meir og meir? Því þannig er staðan á Íslandi í dag að ríkustu 10 prósentin, og nú er ég að tala um eignir en ekki tekjur, eiga 70 prósent alls auðsins,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin hefði með aðgerðum sínum aukið enn meira á ójöfnuðinn. Þá vék Katrín að fleiri orðum eins og „öryggi“ og „hjólum atvinnulífsins,“ sem þyrfti að snúa með stöðugt fleiri virkjunum. „Og skella þeim í nýtingarflokk án þess að hafa fyrir því nein rök önnur en hjól atvinnulífsins. Þetta eru réttnefndar stórkallalausnir sem einkenndu atvinnustefnu fyrir hrun og skildu samfélagið eftir í sárum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira