Körfubolti

Hæstaréttarlögmaðurinn fíflaði Dupree upp úr skónum og skoraði | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sveinbjörn Claessen er betur þekktur fyrir góð skot og frábæran varnarleik.
Sveinbjörn Claessen er betur þekktur fyrir góð skot og frábæran varnarleik. vísir/pjetur
ÍR vann gríðarlega mikilvægan sigur á Keflavík, 78-76, á heimavelli sínum í Seljaskóla í gærkvöldi, en ÍR er í harðri fallbaráttu við Fjölni og Skallagrím.

Sveinbjörn Claessen, einn besti leikmaður ÍR til margra ára, átti góðan leik og skoraði 14 stig og tók 6 fráköst.

Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinbjörn, sem er þekktur fyrir fína skotnýtingu og frábæra vörn, bauð upp á meistaratakta í gærkvöldi þegar hann fíflaði Reggie Dupree, bandarískan leikmann Keflavíkur upp úr skónum.

Sveinbjörn sótti á Dupree og sneri sér í nokkra hringi áður en hann sökkti niður góðu skoti úr teignum. Claessen-vaktin svokallaða fékk nóg fyrir peninginn í gær.

Myndband af tilþrifum Sveinbjörns frá karfan.is má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×