Enski boltinn

GOG vann lærisveina Arons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar máttu þola tap fyrir GOG.
Aron og félagar máttu þola tap fyrir GOG. vísir/getty
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í danska handboltaliðinu KIF Kolding töpuðu sínum þriðja deildarleik í vetur þegar þeir sóttu GOG heim í dag.

Kolding var með yfirhöndina framan af leik en GOG átti góðan endasprett í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var jöfn, 12-12. Leikurinn var hnífjafn í seinni hálfleik en svo fór að GOG-menn fóru með eins marks sigur af hólmi, 26-25.

Minik Dahl Hoegh var markahæstur í liði GOG með átta mörg en Lasse Boesen skoraði mest fyrir Kolding, eða sex mörk.

Kolding er þó enn með góða forystu í efsta sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Kolding tryggði sér 2. sætið

KIF Kolding Kobenhavn vann nauman eins marks sigur, 34-33, á sænska liðinu Alingsas í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×