Svar Hönnu Birnu rýrara en vonast var eftir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2015 19:00 Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur. Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30