Innlent

Hvar blæs og hvar ekki?: Enn ein lægðin sækir Ísland heim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lægðir hafa verið tíðir gestir við landið undanfarnar vikur.
Lægðir hafa verið tíðir gestir við landið undanfarnar vikur. Skjáskot af Earth.nullschool.net
Vindasamt hefur verið um landið í nótt og verður áfram fram eftir degi. Hvassast er á annesjum vestanlands en vindur á höfuðborgarsvæðinu verður allt að 23 m/s fyrri part dags í dag.

Klukkan sex í morgun var suðaustanátt 20-25 m/s vestanlands en annars vindur á bilinu 13-18 m/s. Rigning var norðvestanlands og skúrir syðra. Annars víðast hvar þurrt.

Reikna má með suðaustan 15-25 m/s á landinu í dag, hvassast á annesjum vestanlands. Víða verða skúrir eða slydduél, en þurrt að kalla norðaustanlands. Áttin verður vestlægari með deginum og dregur mikið úr vindi seinni partinn.

Hæg suðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða él verða í nótt og á morgun, en norðaustan 5-10 og dálítil slydda eða rigning austanlands seinni partinn. Hiti verður yfirleitt 2 til 7 stig í dag, en kólnar á morgun.

Átt þú góða mynd eða myndband sem fangar veðurofsann? Sendu okkur póst á netfangið ritstjorn@visir.is. Fylgstu með veðurspám á veðurvef Vísis.

Loftflæðið á Íslandi undanfarnar klukkustundir má sjá á hreyfimynd hér að neðan. Um er að ræða besta mat á lofthjúpnum en mælingar eru framkvæmdar fjórum sinnum á sólarhring. Gögnin geta því verið á bilinu 1-7 klukkutíma gömul.

Nánari upplýsingar um kortin má lesa á Fésbókarsíðu Veðurstofu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×