Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2024 10:02 Kristján telur sig hafa orðið fyrir óásættanlegri aðdróttun þegar Berglind greip til hendingar úr söngbók hans og notaði sem fyrirsögn á grein þar sem vindmyllur eru lofaðar. Kristján krefst afsökunarbeiðni og að hún breyti titli greinar sinnar. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld sem kenndur hefur verið við Skerjafjörðinn segir það gersamlega óásættanlegt að hending úr hans höfundarverki sé notuð sem einskonar slagorð fyrir vindmylluuppbyggingu. Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“ Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“
Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira