„Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 09:06 Brynjar var í golfi þegar tilkynnt var á þingi að hann segði af sér varaþingmennsku. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er nú fyrsti varaþingmaður í stað hans. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér. Brynjar fór yfir þetta mál, og önnur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það tilviljun að ekki hafi verið hægt að ná í hann eftir að forseti þingsins, Birgir Ármannsson, las upp tilkynningu sína. Hann hafi átt pantaðan tíma í golf. Fram kom í fréttum í gær að Brynjar sagði af sér varaþingmennsku og að hann hefur verið skipaður í stjórn nýrrar Mannréttindastofnunar. Hann segir að þegar hann hlaut ekki brautargengi í prófkjöri fyrir síðustu Alþingiskosningar hafi hann ætlað að segja þetta gott. Hann hafi svo orðið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og sinnt störfum fyrir bæði fjármála- og utanríkisráðherra í kjölfarið. Þegar þeim störfum hafi verið lokið hafi legið beint við að herja á önnur mið, á vinnumarkaði. „Þá er óþarfi að vera í þessu. Það getur verið hamlandi,“ segir Brynjar og að hann hafi látið þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, og forseta þingsins, vita fyrir nokkru síðan af þessari ákvörðun. Það hafi fleiri vitað og þetta hafi legið í loftinu. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrirskipaði að hætt yrði við brottflutning Yazan eftir að hafa fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherra Vinstri grænna. Hann segir ákvörðunina ekki tengjast stjórnarsamstarfinu en viðurkennir þó að hann hafi ekki verið hrifinn af því að halda því áfram 2021. „Ég taldi það geta verið þungt. Þungt í þeim áskorunum sem við mest stóðum frammi fyrir þá. Eins og hælisleitendamálum, eins og í orkumálum.“ Það sé erfitt fyrir samstarfið að ná árangri í þessum málum. Menn hafi talið samstarfið mikilvægt og að ljúka verkefnunum. Því hafi samstarfinu verið haldið áfram. Ákvarðanir sem trufla hann Hvað varðar ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur að fresta brottvísun Yazans Tamimi á mánudag segir Brynjar allt svona trufla sig. Það trufli hann að farið sé á svig við reglur og lög í pólitískum tilgangi. Hann hafi alltaf lýst því við slíkar aðstæður. Hann segir mál Yazans mjög furðulegt. Það eigi sér stað um miðja nótt og augljóst sé að eitthvað hafi gerst þegar ráðherra tekur ákvörðun sem er henni þvert um geð. „Það hefur verið óeðlilegur þrýstingur,“ segir Brynjar um það af hverju Guðrún hefur tekið þessa ákvörðun. Ráðherra Vinstri grænna hafi þannig beitt hana óeðlilegum þrýstingi til að taka þessa ákvörðun. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að Guðrún frestaði flutningi Tamimi-fjölskyldunnar vegna beiðna frá ráðherrum Vinstri grænna. Málið var svo rætt í ríkisstjórn. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo á miðvikudag að ekki gæfist tími til að skipuleggja annan flutning áður en fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd yrði tekin til efnislegrar meðferðar. Því varð ekkert af flutningi fjölskyldunnar. Skrítið að ræða í ríkisstjórn Brynjar segir ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurð Kærunefndar útlendingamála hafa legið fyrir mánuðum saman og því sé afar skrítið að það hafi þurft að ræða málið í ríkisstjórn á þessum tímapunkti. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitík og þetta finnst mér ekki boðlegt,“ segir Brynjar. Hann hafi verið búinn að taka ákvörðun fyrir þetta að segja af sér þingmennsku, en ákvörðunin hafi verið miklu léttari eftir að þetta mál kom upp. „Í mínum huga er þetta alger della,“ segir hann. Hann skilji að fólk vilji halda ríkisstjórninni saman og klára verkefnin sem eru framundan. Hann segir ríkisstjórnina hafa náð miklum árangri og það sé ekki allt eins ómögulegt og til dæmis verkalýðsforystan vilji halda fram. Þetta sé þreytandi neikvæð umræða sem sé ekki rétt. Það hafi náðst góður árangur í stóru myndinni. Hann segir margt hafa komið upp í ríkisstjórninni frá því að hún ákvað að halda áfram 2021 sem honum þyki ekki boðlegt. En menn „ætli að lifa í þessu ofbeldissambandi til að ná stærri markmiðum“. Í hans huga sé þetta of langt gengið. Hótun sama hvað það er kallað Hvað varðar framhaldið segir hann það geta orðið dýrt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef samstarfið haldi þannig áfram að Vinstri græn hóti að hætta ef ráðherrar Sjálfstæðisflokksins geri eitthvað sem þeim líki ekki. Þá gefur hann ekki mikið fyrir fullyrðingar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hann hafi ekki hótað stjórnarslitum ef brottvísun Yazans yrði ekki frestað. „Ég legg bara saman tvo og tvo. Hvort sem menn kalla það beina hótun eða óbeina hótun eða hvað sem menn vilja kalla það. Þetta er óeðlilegur þrýstingur á dómsmálaráðherra að taka ákvörðun sem henni er þvert um geð,“ segir Brynjar og að enginn taki ákvarðanir sem er þeim þvert um geð nema þeir séu undir þrýstingi. Þetta sé ekki boðleg framkoma eða stjórnsýsla. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra upplýsti á þriðjudag að hún hefði verið vakin um nóttina, rætt strax við Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra og þau hefðu metið að tilefni væri til að hafa samband við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Í framhaldinu tók Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um að fresta brottvísun. „Hefði ég verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur í þessu og lent í þessum þrýstingi. Ég hefði bara sagt af mér á staðnum.“ Sjálfstæðisflokkurinn Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Bítið Tengdar fréttir Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, og fjölskylda hans verða ekki flutt af landi brott fyrir laugardag. Þau munu þá geta krafist efnislegrar meðferðar á máli sínu. 18. september 2024 18:10 Brynjar segir af sér Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku. Kjartan Magnússon leysir hann af. 19. september 2024 10:37 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Brynjar fór yfir þetta mál, og önnur, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það tilviljun að ekki hafi verið hægt að ná í hann eftir að forseti þingsins, Birgir Ármannsson, las upp tilkynningu sína. Hann hafi átt pantaðan tíma í golf. Fram kom í fréttum í gær að Brynjar sagði af sér varaþingmennsku og að hann hefur verið skipaður í stjórn nýrrar Mannréttindastofnunar. Hann segir að þegar hann hlaut ekki brautargengi í prófkjöri fyrir síðustu Alþingiskosningar hafi hann ætlað að segja þetta gott. Hann hafi svo orðið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og sinnt störfum fyrir bæði fjármála- og utanríkisráðherra í kjölfarið. Þegar þeim störfum hafi verið lokið hafi legið beint við að herja á önnur mið, á vinnumarkaði. „Þá er óþarfi að vera í þessu. Það getur verið hamlandi,“ segir Brynjar og að hann hafi látið þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, Hildi Sverrisdóttur, og forseta þingsins, vita fyrir nokkru síðan af þessari ákvörðun. Það hafi fleiri vitað og þetta hafi legið í loftinu. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrirskipaði að hætt yrði við brottflutning Yazan eftir að hafa fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherra Vinstri grænna. Hann segir ákvörðunina ekki tengjast stjórnarsamstarfinu en viðurkennir þó að hann hafi ekki verið hrifinn af því að halda því áfram 2021. „Ég taldi það geta verið þungt. Þungt í þeim áskorunum sem við mest stóðum frammi fyrir þá. Eins og hælisleitendamálum, eins og í orkumálum.“ Það sé erfitt fyrir samstarfið að ná árangri í þessum málum. Menn hafi talið samstarfið mikilvægt og að ljúka verkefnunum. Því hafi samstarfinu verið haldið áfram. Ákvarðanir sem trufla hann Hvað varðar ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur að fresta brottvísun Yazans Tamimi á mánudag segir Brynjar allt svona trufla sig. Það trufli hann að farið sé á svig við reglur og lög í pólitískum tilgangi. Hann hafi alltaf lýst því við slíkar aðstæður. Hann segir mál Yazans mjög furðulegt. Það eigi sér stað um miðja nótt og augljóst sé að eitthvað hafi gerst þegar ráðherra tekur ákvörðun sem er henni þvert um geð. „Það hefur verið óeðlilegur þrýstingur,“ segir Brynjar um það af hverju Guðrún hefur tekið þessa ákvörðun. Ráðherra Vinstri grænna hafi þannig beitt hana óeðlilegum þrýstingi til að taka þessa ákvörðun. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að Guðrún frestaði flutningi Tamimi-fjölskyldunnar vegna beiðna frá ráðherrum Vinstri grænna. Málið var svo rætt í ríkisstjórn. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo á miðvikudag að ekki gæfist tími til að skipuleggja annan flutning áður en fjölskyldan ætti rétt á því að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd yrði tekin til efnislegrar meðferðar. Því varð ekkert af flutningi fjölskyldunnar. Skrítið að ræða í ríkisstjórn Brynjar segir ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurð Kærunefndar útlendingamála hafa legið fyrir mánuðum saman og því sé afar skrítið að það hafi þurft að ræða málið í ríkisstjórn á þessum tímapunkti. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitík og þetta finnst mér ekki boðlegt,“ segir Brynjar. Hann hafi verið búinn að taka ákvörðun fyrir þetta að segja af sér þingmennsku, en ákvörðunin hafi verið miklu léttari eftir að þetta mál kom upp. „Í mínum huga er þetta alger della,“ segir hann. Hann skilji að fólk vilji halda ríkisstjórninni saman og klára verkefnin sem eru framundan. Hann segir ríkisstjórnina hafa náð miklum árangri og það sé ekki allt eins ómögulegt og til dæmis verkalýðsforystan vilji halda fram. Þetta sé þreytandi neikvæð umræða sem sé ekki rétt. Það hafi náðst góður árangur í stóru myndinni. Hann segir margt hafa komið upp í ríkisstjórninni frá því að hún ákvað að halda áfram 2021 sem honum þyki ekki boðlegt. En menn „ætli að lifa í þessu ofbeldissambandi til að ná stærri markmiðum“. Í hans huga sé þetta of langt gengið. Hótun sama hvað það er kallað Hvað varðar framhaldið segir hann það geta orðið dýrt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef samstarfið haldi þannig áfram að Vinstri græn hóti að hætta ef ráðherrar Sjálfstæðisflokksins geri eitthvað sem þeim líki ekki. Þá gefur hann ekki mikið fyrir fullyrðingar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hann hafi ekki hótað stjórnarslitum ef brottvísun Yazans yrði ekki frestað. „Ég legg bara saman tvo og tvo. Hvort sem menn kalla það beina hótun eða óbeina hótun eða hvað sem menn vilja kalla það. Þetta er óeðlilegur þrýstingur á dómsmálaráðherra að taka ákvörðun sem henni er þvert um geð,“ segir Brynjar og að enginn taki ákvarðanir sem er þeim þvert um geð nema þeir séu undir þrýstingi. Þetta sé ekki boðleg framkoma eða stjórnsýsla. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra upplýsti á þriðjudag að hún hefði verið vakin um nóttina, rætt strax við Guðmund Inga Guðbrandsson félagsmálaráðherra og þau hefðu metið að tilefni væri til að hafa samband við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Í framhaldinu tók Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um að fresta brottvísun. „Hefði ég verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur í þessu og lent í þessum þrýstingi. Ég hefði bara sagt af mér á staðnum.“
Sjálfstæðisflokkurinn Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Bítið Tengdar fréttir Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, og fjölskylda hans verða ekki flutt af landi brott fyrir laugardag. Þau munu þá geta krafist efnislegrar meðferðar á máli sínu. 18. september 2024 18:10 Brynjar segir af sér Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku. Kjartan Magnússon leysir hann af. 19. september 2024 10:37 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskur drengur með vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, og fjölskylda hans verða ekki flutt af landi brott fyrir laugardag. Þau munu þá geta krafist efnislegrar meðferðar á máli sínu. 18. september 2024 18:10
Brynjar segir af sér Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku. Kjartan Magnússon leysir hann af. 19. september 2024 10:37