Bítið

Fréttamynd

Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt

Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef engar vís­bendingar fengið um að þetta sé að gerast“

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir engar áþreifanlegar vísbendingar komið fram um að skólastjórnendur Breiðholtsskóla hefðu fegrað einkunnir. Gott sé að fá gagnrýni á ytra mat en nýlega hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á innra mat.

Innlent
Fréttamynd

B sé ekki best

Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Dvalar­leyfi langtum dýrara í hinum Norður­löndunum

Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. 

Innlent
Fréttamynd

Tollar Trumps muni hafa til­ætluð á­hrif

Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig.

Innlent
Fréttamynd

Svona verða stórtón­leikar Kaleo í Vagla­skógi

Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð.

Lífið
Fréttamynd

Næturskrunið eyði­leggi svefninn og ung­mennin van­svefta

Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins.

Lífið
Fréttamynd

Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað?

Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði?

Lífið
Fréttamynd

Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól

Það er varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól, segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Þannig sé mikið brún húð í mikilli vörn. Hún segir fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“

Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. 

Innlent
Fréttamynd

Vægar viðreynslur en engir pervertar

Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin

Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­sátt með samráðsleysi stjórn­valda

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vá­leg þróun að ríki telji sig ekki þurfa að færa rök fyrir því að beita her­valdi

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir líklegustu sviðsmyndina í heimsmálunum að Íranar bregðist við sprengjuárás Bandaríkjamanna með árás og takmörkun á olíuflutningum. Erlingur segir sviðsmyndina neikvæða og það sé váleg þróun að ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Ísrael telji sig geta beitt hervaldi án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Styrktarforeldrið Haf­dís er fundin

Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti.

Lífið