Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sagðir ganga erinda styrkþega sinna á þingi Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2015 11:39 Björn Valur: Fyrirtækin geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna. Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Fyrirtæki í sjávarútvegi styrktu stjórnmálaflokkana um 16 milljónir króna fyrir síðustu Alþingiskosningar. 90 prósent þess fjár fór til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. RÚV greinir frá þessu og ræðir við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem telur ekkert athugavert við þetta. Óhætt er að segja að Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, sé ekki á sama máli og Bjarni, Björn Valur segir þetta siðlaust og telur víst að verið sé að borga fyrir fyrirgreiðslu.Greiðsla til þingmanna svo þeir gæti sérhagsmuna Við bætist að sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu ekkert. „Sko, það er alveg ljóst í mínum huga að ef fyrirtæki, hvort sem er í sjávarútvegi eða öðrum greinum, ákveða að leggja fé í ákveðna stjórnmálaflokka umfram aðra þá er það vegna þess að þeir vilja að þeir flokkar komist til valda og nái fram stefnumálum sínum. Það er ekki gert í þeim tilgangi að axla samfélagslega ábyrgð og styðja við eðlilega stjórnmálastafsemi í landinu. Þetta er nokkuð augljóst. Það má því segja að þessir styrkir séu greiðsla til þingmanna og stjórnmálaflokka, gegn gjaldi, sem felst þá í því að viðkomandi þingmenn og stjórnmálaflokkar gæti hagsmuna þeirra sem styrkja þá,“ segir Björn Valur í samtali við Vísi. Hafa gengið erinda styrktaraðila sinna Þó Björn Valur segi það ekki beinum orðum, þá er þetta skilgreining á mútustarfsemi til stjórnmálamanna. En, má ekki segja að þetta sé góð fjárfesting af hálfu sjávarútvegsins? „Það getur auðvitað verið það. Í þessu tilfelli, af því að við erum að ræða sjávarútveginn, þá er það nokkuð augljóst, finnst mér, að þessir tveir stjórnmálaflokkar sem tóku við þessum styrkjum umfram aðra flokka hafa hag af málatilbúnaði sínum og verkum á Alþingi. Til dæmis varðandi lækkun veiðigjalda, lækkun auðlegðarskatts, með þeim hætti síðan þeir komust til valda að jú, það má léttilega færa rök fyrir því að það sé.“Siðlaust af hálfu stjórnmálamanna Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tjáð sig um málið, snaggaralega á Facebooksíðu sinni, segir þetta „ótrúlega siðblindu“. Tekur þú undir það? „Já, ég tek undir það. Það er siðlaust af hálfu stjórnmálamanna. Að taka við peningum á þessum forsendum. Þegar þeir vita það að fyrirtækin eru að styðja þá gagngert; fyrirtækjunum líkar stefnumál þeirra, líkar pólitíkin þeirra og geta gengið nánast út frá því vísu að þessir stjórnmálaflokkar, stjórnmálamenn sem taka við peningum munu gæta hagsmuna þeirra og jafnvel ganga erinda þeirra á þingi. Það er siðlaust af þeirra hálfu að gera það, já.“ Víst er að Björn Valur sparar hvergi þung orð, en það er þá ekkert nýtt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hugðist árið 2011, kæra Björn Val fyrir meiðyrði, einmitt vegna ummæla sem snéru að styrkjum til stjórnmálamanna.
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira