Innlent

Kanna endurskoðun laga um mannanöfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Innanríkisráðuneytið.
Innanríkisráðuneytið. Vísir/Valli
Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort tilefni sé til að endurskoða lög um mannanöfn. Ráðuneytið leitar nú samráðs vegna hugsanlegra breytinga. Á vef Ráðuneytisins segir að ákvæði mannanafnalaga hafi falið í sér takmarkanir sem byggi á því mati löggjafans að hagsmunir samfélagsins geti vegið þyngra en réttur einstaklinga og foreldra til að velja sér og börnum sínum nöfn.

Samanteknar meginreglur mannanafnalaga er að finna hér.

Ráðuneytið kallar nú eftir sjónarmiðum um hugsanlega endurskoðun mannanafnalaga. Til umræðu og skoðanaskipta setur ráðuneytið fram þrjá möguleika:

a. Hvorki er talin þörf á endurskoðun ákvæða mannanafnalaga um nafngjafir né störf mannanafnanefndar. Þeir almannahagsmunir sem liggja að baki ákvæðunum eru óbreyttir en í störfum mannanafnanefndar verði framvegis lögð meiri áhersla á þau sjónarmið sem fram hafa komið í dómaframkvæmd.

b. Rétt er talið að gera tilteknar breytingar á mannanafnalögum, m.a. út frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið hjá dómstólum. Áfram verða í löggjöf reglur um nöfn og nafngjafir en þær endurskoðaðar út frá sjónarmiðum í samfélaginu í dag. Þá verður hlutverk mannanafnanefndar jafnframt endurskoðað með hliðsjón af þessu.

c. Rétt er talið að fella úr mannanafnalögum takmarkanir á nafngjöf og gefa þannig fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd er þá óþörf og hún því lögð niður. Rétt er að geta þess að fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 14 þingmanna til breytinga á mannanafnalögum þar sem þessi leið er lögð til.

Frekari upplýsingar má sjá á vef Innanríkisráðuneytisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×