Sala bíla jókst um 82% í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 16:44 Meiri söluaukning varð í mars en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent