Innlent

Ríkið ætlar að niðurgreiða húshitunarkostnað enn frekar hjá þeim sem ekki hafa aðgang að jarðvarma

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Breytingarnar hafa áhrif á um 10 prósent landsmanna.
Breytingarnar hafa áhrif á um 10 prósent landsmanna. Vísir/Vilhelm
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að húsitunarkostnaður íbúa sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma verði að fullu niðurgreiddur frá og með næstu áramótum. Frumvarpið var lagt fram fyrr í vikunni.

Breytingarnar munu hafa áhrif á um tíu prósent íbúa landsins en langflest heimili eru hituð með jarðvarma í dag. Húshitunarkostnaður þesara tíu prósenta er mun hærri en hjá hinum.

Eins og fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins vegna frumvarpsins hefur hluti húshitunarkostnaðar verið niðurgreiddur á undanförnum árum en með frumvarpinu er meiningin að stíga skrefið til fulls. Hækka þarf framlag til verkefnisins um 215 milljónir króna en í dag fara 1.280 milljónir í niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×