Bjarni segir að stöðugleikaskattur höggvi á hnútinn hjá slitabúum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:02 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Erlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira