Körfubolti

Oddur fenginn til að fylla skarð Matthíasar hjá ÍR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oddur Rúnar Kristjánsson í leik með Grindavík.
Oddur Rúnar Kristjánsson í leik með Grindavík. Vísir/Ernir
Oddur Rúnar Kristjánsson hefur gert eins árs samning við körfuknattleiksdeild ÍR. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Oddur, sem verður tvítugur síðar á árinu, lék með Grindavík á síðustu leiktíð og skoraði þá 10,8 stig, tók 1,8 fráköst og gaf 2,1 stoðsendingu.

Oddi er ætlað að fylla skarð Matthíasar Orra Sigurðarsonar í Breiðholtinu en hann er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun spila með liði Columbus State í háskólaboltanum.     

Þá skrifaði miðherjinn Vilhjálmur Theodór Jónsson undir nýjan tveggja ára samning við ÍR.

Vilhjálmur skoraði 9,2 stig og tók 5,2 fráköst í 19 leikjum fyrir ÍR í Domino's deildinni í vetur.

ÍR-ingar enduðu í 10. sæti deildarinnar en þeir björguðu sér frá falli með sigri á Skallagrími í næstsíðustu umferðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×