Fótbolti

U21 landsleikurinn í beinni á Vísi í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eyjólfur Sverrisson og aðstoðarmaður hans, Tómas Ingi Tómasson.
Eyjólfur Sverrisson og aðstoðarmaður hans, Tómas Ingi Tómasson. vísir/anton
Eyjólfur Sverrisson og drengirnir í U21 árs landsliðinu hefja undankeppnina fyrir EM 2017 á Vodafone-vellinum í kvöld.

Ísland mætir þá Makedóníu klukkan 19.15, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.

U21 árs liðið fór alla leið í umspil um sæti á EM 2015 síðasta haust þar sem liðið tapaði gegn sterku liði Dana yfir tvo leiki.

Auk Íslands og Makedóníu eru í riðlinum Frakkar, Norður-Írar, Skotar og Úkraínumenn. Úkraína er að gera stórgóða hluti á HM U20 þessa dagana.

Sjö nýliðar eru í hópnum sem Eyjólfur Sverrisson valdi fyrir þetta verkefni, en sex leikmenn íslenska liðsins af 20 manna hóp eru atvinnumenn. Ellefu spila í Pepsi-deildinni og þrír í 1. deildinni.

Fylgist með drengjunum okkar í beinni hér á Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×