Golf

Keilismenn mætast í úrslitum karla í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Sveinsson.
Benedikt Sveinsson. Mynd/Golfsamband Íslands
Íslandsmeistarinn í holukeppni 2015 kemur úr Keili en þetta varð ljóst þegar Benedikt Sveinsson tryggði sér sæti í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri.

Benedikt Sveinsson vann þá Theodór Emil Karlsson á átjándu og síðustu holunni eftir jafna og skemmtilega keppni.

Benedikt Sveinsson mætir Axel Bóassyni í úrslitunum eftir hádegi en þeir koma báðir úr Keili.

Benedikt sá til þess að Kristján Þór Einarsson úr GM náði ekki að verja titilinn í ár því Benedikt vann Íslandsmeistarann frá því í fyrra í átta manna úrslitunum.

Axel Bóasson vann 4/3 sigur á Stefáni Má Stefánssyni í undanúrslitunum en Axel hefur þegar slegið út einn Keilismann í holukeppninni í ár því hann vann Sigurþór Jónsson í átta manna úrslitunum.


Tengdar fréttir

Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni

Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3.

Nýtt nafn á bikarinn í karlaflokki

Það er orðið ljóst hverjir mætast í undanúrslitum í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni, en leikið er á Jarðarsvelli á Akureyri. Aðstæður hafa verið góðar um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×