Körfubolti

Hlynur skilaði tvennu þriðja leikinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Getty
Hlynur Bæringsson og félagar hans í Sundsvall Dragons unnu öruggan fjögurra stiga sigur á KFUM Nässjö, 87-83, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta var annar sigurinn á stuttum tíma hjá Sundsvall Dragons á móti Nässjö-liðinu en Drekarnir unnu Nässjö á útivelli fyrir viku síðan.

Hlynur Bæringsson var með þrennu í þriðja leiknum í röð en hann endaði með 16 stig og 12 fráköst. Hlynur hitti meðal annars úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Drekarnir hans Hlyns hafa nú unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum í sænsku deildinni en liðið er í fimmta sæti deildarinnar.

Nässjö var í 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn en tvö af þremur töpum liðsins á tímabilinu hafa nú komið á móti Hlyni og félögunum.

Sundsvall Dragons vann bæði fyrsta (22-17) og annan leikhlutann (26-18) og var með þrettán stiga forskot í hálfleik, 48-35.

Nässjö náði að minnka aðeins muninn í þriðja leikhlutanum en heimamenn í Sundsvall Dragons voru enn ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 71-60.

Það kom spenna í leikinn í lokaleikhlutanum þar sem gestirnir minnkuðu muninn niður í fjögur stig, 78-74 þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Drekarnir voru sterkari á lokasprettinum og tókst að landa mikilvægum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×