Körfubolti

Fyrrum Stjörnumaður til Njarðvíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atkinson í leik gegn Njarðvík á síðustu leiktíð.
Atkinson í leik gegn Njarðvík á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm
Njarðvík er búið að semja við nýjan Bandaríkjamann og mun Jeremy Atkinson spila með liðinu út leiktíðina.

Atkinson var á mála hjá Stjörnunni á síðustu leiktíð og kemur í stað Michael Craig sem fékk ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Njarðvík hafði samið við Craig þegar í ljós kom að hann væri á sakaskrá.

Sjá einnig: „Moby Dick“ á sakaskrá og kemur ekki til Njarðvíkur

„Við þekkjum vel til Atkinson eftir að hafa barist við hann í úrslitakeppninni síðastliðið tímabil,“ sagði þjálfarinn Friðrik Ingi Rúnarsson við karfan.is. „Við erum spenntir að fá hann til liðs við okkur.“

Atkinson var með 23,7 stig að meðaltali í leik með Stjörnunni síðastliðið tímabil og 11,3 fráköst. Hans hlutverk verður meðal annars að auka breiddina í sóknarleik Njarðvíkur sem hefur vantað stóran mann inn í teiginn.

Atkinson er kominn til landsins og getur því spilað með liðinu gegn toppliði Keflavíkur í grannslag liðanna á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×