Níu ára stúlka í tilvistarkreppu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. maí 2016 10:00 Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York, en hún er um þessar mundir að undirbúa tökur á kvikmyndinni Svaninum. Vísir/Vilhelm Myndin byggir á skáldsögunni Svaninum eftir Guðberg Bergsson og fjallar um níu ára afvegaleidda stúlku sem er send í sveit til að þroskast og fullorðnast, myndin er að miklu leyti um samband hennar við náttúruna og hvernig það er að eldast. Hún flækist líka inn í líf fólksins á bænum þar sem töluvert drama er í gangi og án þess að hún geri sér grein fyrir því er hún flækt í atburðarás sem hún sjálf skilur ekki. Það er óhætt að segja að þetta fjalli um níu ára stúlku í tilvistarkreppu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona, spurð út í nýjustu kvikmynd sína, Svaninn. Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York. Þar lagði hún fyrstu drög að handritinu árið 2010 í áfanga sem nefnist aðlögun að hvíta tjaldinu. „Þetta var hálfgerð æfing þegar ég byrjaði að skrifa handritið, svo ákvað ég að senda drögin áfram sem varð til þess að ég, ásamt Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur hjá Vintage Pictures, fékk kvikmyndaréttinn að skáldsögunni,“ segir Ása Helga. Tökur á myndinni fara að mestu fram í Svarfaðardal í júlí og ágúst og segist Ása einstaklega spennt fyrir ferlinu. Laufey Elíasdóttir sér um leikaraval í myndinni, en hún hefur leikið í fjölda kvikmynda; Reykjavík, Vonarstræti, Brúðgumanum og Blóðböndum. „Í sameiningu höfum við Laufey unnið að leikaravali sem er um þessar mundir að fullmótast. Ástæða þess að ég valdi Svarfaðardal er vegna þess hversu fallegur hann er og ekki skemmir fyrir að ég er ættuð þaðan og var mikið þar sem barn,“ segir hún. Ása Helga hefur þó ekki setið aðgerðalaus frá 2010 heldur gerði hún tvær stuttmyndir ásamt því að eignast lítinn dreng um miðjan nóvember síðastliðinn. „Ég gerði tvær stuttmyndir eftir að ég útskrifaðist frá Columbia, Þú og ég og Ástarsögu. Draumurinn er svo að koma Svaninum á erlendar kvikmyndahátíðir og vonandi fær hún að ferðast sem víðast,“ segir Ása Helga að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Sjá meira
Myndin byggir á skáldsögunni Svaninum eftir Guðberg Bergsson og fjallar um níu ára afvegaleidda stúlku sem er send í sveit til að þroskast og fullorðnast, myndin er að miklu leyti um samband hennar við náttúruna og hvernig það er að eldast. Hún flækist líka inn í líf fólksins á bænum þar sem töluvert drama er í gangi og án þess að hún geri sér grein fyrir því er hún flækt í atburðarás sem hún sjálf skilur ekki. Það er óhætt að segja að þetta fjalli um níu ára stúlku í tilvistarkreppu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona, spurð út í nýjustu kvikmynd sína, Svaninn. Ása Helga lærði kvikmyndagerð í Columbia-háskóla í New York. Þar lagði hún fyrstu drög að handritinu árið 2010 í áfanga sem nefnist aðlögun að hvíta tjaldinu. „Þetta var hálfgerð æfing þegar ég byrjaði að skrifa handritið, svo ákvað ég að senda drögin áfram sem varð til þess að ég, ásamt Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur hjá Vintage Pictures, fékk kvikmyndaréttinn að skáldsögunni,“ segir Ása Helga. Tökur á myndinni fara að mestu fram í Svarfaðardal í júlí og ágúst og segist Ása einstaklega spennt fyrir ferlinu. Laufey Elíasdóttir sér um leikaraval í myndinni, en hún hefur leikið í fjölda kvikmynda; Reykjavík, Vonarstræti, Brúðgumanum og Blóðböndum. „Í sameiningu höfum við Laufey unnið að leikaravali sem er um þessar mundir að fullmótast. Ástæða þess að ég valdi Svarfaðardal er vegna þess hversu fallegur hann er og ekki skemmir fyrir að ég er ættuð þaðan og var mikið þar sem barn,“ segir hún. Ása Helga hefur þó ekki setið aðgerðalaus frá 2010 heldur gerði hún tvær stuttmyndir ásamt því að eignast lítinn dreng um miðjan nóvember síðastliðinn. „Ég gerði tvær stuttmyndir eftir að ég útskrifaðist frá Columbia, Þú og ég og Ástarsögu. Draumurinn er svo að koma Svaninum á erlendar kvikmyndahátíðir og vonandi fær hún að ferðast sem víðast,“ segir Ása Helga að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Sjá meira