Tesla Model S P100D er 2,5 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 09:17 Tesla P100D markar enn eitt stökkið í hraðri þróun Tesla bíla. Tesla kynnti í gær nýja gerð rafhlaða í Model S bíl sinn og eru það öflugustu rafhlöður sem sést hafa í nokkrum bíl frá Tesla. Þau eru 100 kWh, eins og nafnið á bílgerðinni bendir til og með þeim kemst hann 507 km á hverri hleðslu. Ekki nóg með það, þá er bíllinn ofuröflugur og kemst í 100 km hraða á litlum 2,5 sekúndum. Tesla segir að með þessum rafhlöðum sé bíllinn langdrægasti rafmagnsbíll sem fjöldaframleiddur er. Tesla Model X mun einnig fást með þessum rafhlöðum og kemst hann 465 km á hverri hleðslu, eða 42 km styttra en Model S bíllinn sem er léttari. Tesla segir ennfremur að Model S P100D sé sneggsti bíll sem framleiddur er að undanskildum ofurdýru bílunum Porsche 918 og Ferrari LaFerrari. Verð Tesla Model S P100D verður 134.000 dollarar, eða 15,7 milljónir króna og Model X P100D mun kosta 15,9 milljónir. Núverandi eigendur Model S P90D og Model X P90D geta uppfært bíla sína með þessum nýju rafhlöðum fyrir 20.000 dollara, eða fyrir 2,34 milljónir króna. Þeir sem pantað hafa sér Tesla Model S og X P90D bíla en hafa ekki enn fengið þá afhenta geta auk þess ákveðið að fá í þá þessa öflugu rafhlöður og mun sú uppfærsla kosta aukalega 10.000 dollara. Elon Musk, eigandi Tesla segir það að koma fyrir 100 kWh rafhlöðum í bílana í stað 90 kWh hafi reynst erfitt og að framleiðsla þeirra verði fyrir vikið í takmörkuðu magni til að byrja með. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent
Tesla kynnti í gær nýja gerð rafhlaða í Model S bíl sinn og eru það öflugustu rafhlöður sem sést hafa í nokkrum bíl frá Tesla. Þau eru 100 kWh, eins og nafnið á bílgerðinni bendir til og með þeim kemst hann 507 km á hverri hleðslu. Ekki nóg með það, þá er bíllinn ofuröflugur og kemst í 100 km hraða á litlum 2,5 sekúndum. Tesla segir að með þessum rafhlöðum sé bíllinn langdrægasti rafmagnsbíll sem fjöldaframleiddur er. Tesla Model X mun einnig fást með þessum rafhlöðum og kemst hann 465 km á hverri hleðslu, eða 42 km styttra en Model S bíllinn sem er léttari. Tesla segir ennfremur að Model S P100D sé sneggsti bíll sem framleiddur er að undanskildum ofurdýru bílunum Porsche 918 og Ferrari LaFerrari. Verð Tesla Model S P100D verður 134.000 dollarar, eða 15,7 milljónir króna og Model X P100D mun kosta 15,9 milljónir. Núverandi eigendur Model S P90D og Model X P90D geta uppfært bíla sína með þessum nýju rafhlöðum fyrir 20.000 dollara, eða fyrir 2,34 milljónir króna. Þeir sem pantað hafa sér Tesla Model S og X P90D bíla en hafa ekki enn fengið þá afhenta geta auk þess ákveðið að fá í þá þessa öflugu rafhlöður og mun sú uppfærsla kosta aukalega 10.000 dollara. Elon Musk, eigandi Tesla segir það að koma fyrir 100 kWh rafhlöðum í bílana í stað 90 kWh hafi reynst erfitt og að framleiðsla þeirra verði fyrir vikið í takmörkuðu magni til að byrja með.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent