Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Þorgeir Helgason skrifar 17. desember 2016 07:00 Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. „Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira