Viðskipti innlent

Að þessu leituðu Íslendingar árið 2016

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fjögur íslensk fréttamál á Google
Fjögur íslensk fréttamál á Google
Fjölmargir Íslendingar nýttu sér leitarvél Google á árinu 2016. Sjá má að hvaða orðum er helst leitað á Trends-síðu Google. Á meðal orða sem Íslendingar leituðu helst að eru Iceland, Google, Vísir, Reykjavík og Trump.

Þá má sjá hversu miklu oftar var leitað að ákveðnum leitarorðum samanborið við árið á undan. Þannig leituðu Íslendingar mun oftar að EM 2016 heldur en í fyrra líkt og þeir gerðu með leitarorðin Ugly Pizza, Aron Can og Trump news.

Vert er að hafa í huga að gögnin eru þó ófullkomin. Stundum flokkast leitarorð í vitlausan flokk. Til að mynda flokkast tölvuleikurinn Watch_Dogs2 undir dýr þar sem hluti nafnsins þýðir hundar.

Þá nær Google Trends ekki eins vel utan um íslenska frasa og enska.

Fréttablaðið tók einnig saman hvernig leit að fjórum áhugaverðum fréttamálum þróaðist á árinu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×