Golf

Fyrrum atvinnukylfingur stytti sér aldur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Westner er hann var upp á sitt besta.
Westner er hann var upp á sitt besta. vísir/getty
Kylfingurinn Wayne Westner svipti sig lífi í gær. Hann hélt fjölskyldu sinni í gíslingu er hann fyrirfór sér.

Þessi harmleikur virðist hafa byrjað þannig að hann braust inn á fyrrum heimili sitt en hann var tiltölulega nýskilinn við eiginkonu sína að borði og sæng. Hún var byrjuð að undirbúa flutning í aðra borg.

Hann ruddist inn á heimilið og var með skammbyssu. Konan flúði með börn þeirra inn á salerni og hringdi á lögregluna. Hann krafðist þess að fá að sjá eiginkonuna og er hún vildi ekki verða við því skaut Westner sig í höfuðið.

Westner var 55 ára gamall og einn þekktasti íþróttamaður Suður-Afríku. Meiðsli bundu enda á feril hans árið 1998.

Hann vann 14 mót á ferlinum og komst hæst í 40. sætið á heimslistanum.

Landi Westner, Ernie Els, minntist hans á Twitter en Els tók við keflinu af honum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×