Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Valur Páll Eiríksson skrifar 9. nóvember 2024 07:01 Arnór Smárason skilur sáttur við langan og farsælan feril. Hann er ekki að flýta sér að taka ákvörðun varðandi næstu skref. Vísir/Einar Arnór Smárason hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir langan og farsælan feril. Hann skilur sáttur við og er lítið að stressa sig á framtíðinni, enn sem komið er. Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór. ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Arnór lék sinn síðasta leik er ÍA mætti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar. Það var jafnframt lokaleikur Birkis Más Sævarssonar, fyrrum félaga hans hjá Hammarby. Fjölskylda Arnórs kom honum þá á óvart með stórum borða í stúkunni. Það var því sérstök stund. „Ég reiknaði ekki með þessu. Þetta var æðisleg stund. Það var fljótt í leiknum sem ég var hættur að pæla í því hver staðan í leiknum væri. Maður var bara að njóta augnabliksins með mínu fólki í stúkunni sem hefur stutt mig í gegnum allan minn feril. Ég var mjög þakklátur fyrir þetta augnablik,“ segir Arnór. Fjölskylda Arnórs kom honum á óvart og var íklædd treyjur liða sem hann lék með á löngum ferli sínum.Mynd/Jón Gautir Hannesson Kaflaskil eru því hjá Arnóri í hans lífi. Hvað framtíðina varðar er hann þó ekki mikið að stressa sig. Hann er farinn í sólina á Tenerife og leyfir framhaldinu að ráðast. „Ég mun klárlega vera áfram í kringum knattspyrnu. Það er alveg á hreinu. Þetta er það sem ég hef gert öll þessi ár. Þetta er það sem ég kann og það sem ég hef áhuga á,“ segir Arnór og bætir við: „Við fjölskyldan ætlum bara að byrja á því að fara í smá frí til útlanda núna í tvær vikur að njóta og anda rólega,“ „Það er allt opið með framhaldið og mér finnst það spennandi. Ég hef bara lifað þannig eiginlega allan minn feril. Sem fótboltamaður veistu aldrei hvað gerist í næstu viku hvað er að fara gerast, fyrr en samningur er kominn á borðið hér eða þar. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er mjög rólegur en vil velja rétt, mitt næsta skref, hvar sem það verður,“ segir Arnór.
ÍA Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira