Golf

Ólafía Þórunn náði ekki að hækka sig á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn spilaði vel á Ocean vellinum á Bahamaeyjum.
Ólafía Þórunn spilaði vel á Ocean vellinum á Bahamaeyjum. MYND/GSÍ/SETH
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 606. sæti heimslistans í golfi sem gefinn var út í gær. Ólafía stendur í stað á heimslistanum.

Ólafía lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni á sunnudaginn.

Ólafía lék á fimm höggum undir pari á Pure Silk Bahama Classic mótinu á Bahamaeyjum. Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn og endaði í 69.-72. sæti.

Ólafía mun keppa á næsta móti á mótaröðinni sem fram fer í Adelaide í Ástralíu. Mótið hefst 16. febrúar.

Meðal þátttakenda í Ástralíu er Lydio Ko, efsta kona heimslistans.


Tengdar fréttir

Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær.

Ólafía Þórunn: Hugsa aðeins um eitt högg í einu

Ólafía Þórunn reynir að einblína á hvert högg fyrir sig á Pure Silk Classic mótinu í Bahamaeyjum en aðspurð út í aðstæðurnar gat hún ekki kvartað undan léttri golu í gær.

Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, náði sér ekki jafn vel á strik þriðja hring á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag en Ólafía lék hringinn á 77 höggum, fjórum höggum yfir pari.

Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kven­kylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×