Veðrið og dagskráin á 17. júní Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 08:41 Landsmenn eru ekki óvanir að það rigni á þjóðhátíðardaginn. Vísir/Andri Marínó Útlit er fyrir að rignt gæti á landsmenn á meðan þeir fagna þjóðhátíðardeginum víðsvegar um landið í dag. Veðurstofan spáir sunnan kalda með súld eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu en í öðrum landhlutum skýjuðu og talsverðum skúrum síðdegis. Best sleppa Austfirðingar en þar er spáð bjartviðri fram eftir degi. Hitastigið verður á bilinu 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Í Reykjavík hefst hátíðardagskráin kl. 10 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.15 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Graduale Futuri, eldri barnkór Langholtskirkju syngja og lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við athöfnina.Skrúðgöngur kl.13, Stuðmenn reka lestinaSkátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur.Þjóðhátíð í Hljómskálagarðinum kl. 13-17.30 Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skólahreystibraut verður sett upp á Ísbjarnarflöt í fyrsta skipti þar sem hægt verður að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst svo þar kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985. Skrúðgangan frá Hlemmi kemur í garðinn um kl. 14 ásamt Stuðmönnum sem hefja stórtónleika í kjölfarið sem standa til kl. 17.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Svala Björgvins, Daði Freyr, söngkonan Hildur og hljómsveitin Beetween Mountains sem sigraði Músíktilraunir í ár, Emmsjé Gauti lýkur tónlistarveislunni og kemur fram kl. 17.15. Skátar sjá um náttúruþrautabraut,leiktæki og hoppukastala. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á aukasviði í garðinum þar sem listafólk og tónlist verða í öndvegi.Götulokanir í miðborg Reykjavíkur á 17. júní, 2017.kort/HöfuðborgarstofaDansveisla í Ráðhúsinu kl. 14-18 Slegið verður upp dansveislu í Ráðhúsinu frá kl. 14-18. Þar kynna dansarnir Friðrik Agni Árnason og Anna Zerin nýtt dansfitness frá Mið-Austurlöndunum, boðið verður uppá afrískt dans- og trommuatriði sem að endar með því að áhorfendur taka þátt í dansi undir stjórn danskennara. Sýndur verður breikdans frá Kramhúsinu og salsa frá Salsa Iceland þar sem fólk getur jafnframt fengið danskennslu og að lokum verður slegið upp harmonikkuballi.Hjólabrettapartý á Ingólfstorgi kl. 15-17Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards í samstarfi við Jaðar íþróttafélag Íslands blæs til heljarinnar hjólabrettasýningu á Ingólfstorgi. Komið verður fyrir nokkrum góðum pöllum og má búast við glæsilegu rennsli og blússandi góðri stemningu.Iðnó- Konur og Krínolín kl. 13- 17.30 Heimilisiðnaðarfélag Íslands sýnir þjóðbúninga kl.13. Faldbúningar, kyrtlar, 19. og 20. aldar upphlutir og peysuföt ásamt barnabúningum eru meðal þess sem fyrir augu ber. Leiksýningin Konur og Krínólín hefst kl. 16 þar sem fimmtán konur 50+ taka þátt í gjörningi. Viðfangsefnið er tíska og hönnun í gegnum aldirnar og áhrif tískubylgja í fatnaði og fylgihluta á líf, störf og líðan kvenna. Tónslistaratriði verða fléttuð inní gjörninginn. Listhópar Hins hússins troða upp og dagskránni lýkur með því að Elín Halldórsdóttir leikur létt lög og ballöður.Þjóðin fagnar í Hörpu kl. 14-18 Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með skemmtilegri dagskrá. Baldvin Snær Hlynsson og Bjarni Már Ingólfsson spila jazz, Reykjavík Classics kynnir dagskrá sumarsins, Miðbæjarkvartettinn syngur íslenska slagara, Bergmál Band spilar og Harpa International Music Academy kynnir starfsemi og tónleika akademíunnar, Dúóið Ýr og Agga og Bee bee and the Blue birds troða upp. Dagskránni lýkur með því að Skuggamyndir frá Býsans leika,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni á vefsíðunni 17juni.is. 17.jún Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. 13. júní 2017 11:22 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Útlit er fyrir að rignt gæti á landsmenn á meðan þeir fagna þjóðhátíðardeginum víðsvegar um landið í dag. Veðurstofan spáir sunnan kalda með súld eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu en í öðrum landhlutum skýjuðu og talsverðum skúrum síðdegis. Best sleppa Austfirðingar en þar er spáð bjartviðri fram eftir degi. Hitastigið verður á bilinu 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Í Reykjavík hefst hátíðardagskráin kl. 10 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.15 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Mótettukór Hallgrímskirkju og Graduale Futuri, eldri barnkór Langholtskirkju syngja og lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur við athöfnina.Skrúðgöngur kl.13, Stuðmenn reka lestinaSkátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur.Þjóðhátíð í Hljómskálagarðinum kl. 13-17.30 Í Hljómskálagarðinum verður afar fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Skólahreystibraut verður sett upp á Ísbjarnarflöt í fyrsta skipti þar sem hægt verður að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst svo þar kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985. Skrúðgangan frá Hlemmi kemur í garðinn um kl. 14 ásamt Stuðmönnum sem hefja stórtónleika í kjölfarið sem standa til kl. 17.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Svala Björgvins, Daði Freyr, söngkonan Hildur og hljómsveitin Beetween Mountains sem sigraði Músíktilraunir í ár, Emmsjé Gauti lýkur tónlistarveislunni og kemur fram kl. 17.15. Skátar sjá um náttúruþrautabraut,leiktæki og hoppukastala. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á aukasviði í garðinum þar sem listafólk og tónlist verða í öndvegi.Götulokanir í miðborg Reykjavíkur á 17. júní, 2017.kort/HöfuðborgarstofaDansveisla í Ráðhúsinu kl. 14-18 Slegið verður upp dansveislu í Ráðhúsinu frá kl. 14-18. Þar kynna dansarnir Friðrik Agni Árnason og Anna Zerin nýtt dansfitness frá Mið-Austurlöndunum, boðið verður uppá afrískt dans- og trommuatriði sem að endar með því að áhorfendur taka þátt í dansi undir stjórn danskennara. Sýndur verður breikdans frá Kramhúsinu og salsa frá Salsa Iceland þar sem fólk getur jafnframt fengið danskennslu og að lokum verður slegið upp harmonikkuballi.Hjólabrettapartý á Ingólfstorgi kl. 15-17Íslenska hjólabrettafyrirtækið Mold Skateboards í samstarfi við Jaðar íþróttafélag Íslands blæs til heljarinnar hjólabrettasýningu á Ingólfstorgi. Komið verður fyrir nokkrum góðum pöllum og má búast við glæsilegu rennsli og blússandi góðri stemningu.Iðnó- Konur og Krínolín kl. 13- 17.30 Heimilisiðnaðarfélag Íslands sýnir þjóðbúninga kl.13. Faldbúningar, kyrtlar, 19. og 20. aldar upphlutir og peysuföt ásamt barnabúningum eru meðal þess sem fyrir augu ber. Leiksýningin Konur og Krínólín hefst kl. 16 þar sem fimmtán konur 50+ taka þátt í gjörningi. Viðfangsefnið er tíska og hönnun í gegnum aldirnar og áhrif tískubylgja í fatnaði og fylgihluta á líf, störf og líðan kvenna. Tónslistaratriði verða fléttuð inní gjörninginn. Listhópar Hins hússins troða upp og dagskránni lýkur með því að Elín Halldórsdóttir leikur létt lög og ballöður.Þjóðin fagnar í Hörpu kl. 14-18 Harpa fagnar Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní með skemmtilegri dagskrá. Baldvin Snær Hlynsson og Bjarni Már Ingólfsson spila jazz, Reykjavík Classics kynnir dagskrá sumarsins, Miðbæjarkvartettinn syngur íslenska slagara, Bergmál Band spilar og Harpa International Music Academy kynnir starfsemi og tónleika akademíunnar, Dúóið Ýr og Agga og Bee bee and the Blue birds troða upp. Dagskránni lýkur með því að Skuggamyndir frá Býsans leika,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að skoða dagskrána í heild sinni á vefsíðunni 17juni.is.
17.jún Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. 13. júní 2017 11:22 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Búið er að opinbera dagskrána þar sem ýmislegt verður í boði í kringum Reykjavíkurtjörn og aðliggjandi görum og görðum. 13. júní 2017 11:22
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent