Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 14:12 Vetrartíð gerði á Norðurlandi í byrjun júní. Bændur supu seyðið af henni. Vísir/Vilhelm Tjón af völdum óvenjulegrar kuldatíðar í vor og sumar hefur verið skráð á fjórða hundrað búa, fyrst og fremst á Norðurlandi. Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að fara yfir tjón bænda og leggja fram tillögur um stuðning við þá. Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kuldi gerði bændum á norðanverðu landinu lífið leitt í vor og sumar. Í byrjun júní gerði vetrartíð með snjókomu og gulum og appelsínugulum veðurviðvörunum. Tjón varð á búfénaði í kuldakastinu, sáning spilltist vegna mikillar bleytu og foks og kaltjón varð á túnum. Þá er óvenjufáar sólskilsstundir sagðar hafa leitt til hærri raforkukostnaðar hjá garðyrkjubændum. Tjón var skráð á 375 búum vegna búfénaðs, uppskeru, afurðataps og kostnaðar við endursáningu. Þá hafa Bjargráðasjóði borist 123 umsóknir um stuðning vegna kaltjóns allt frá Strandabyggð til Múlaþings. Ríkisstjórnin samþykkti að skipa starfshóp til að fara yfir tjón bænda vegna kuldatíðarinnar á fundi sínum á föstudag. Hann á að gera tillögur um útfærslur og umfangs stuðningsaðgerða, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hópurinn á að skila matvælaráðherra tillögum í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að um 300 milljónum króna verði varið til stuðnings til bænda vegna kaltjónsins. Bjargráðasjóður afgreiðir umsóknir um þann stuðning. Sjóðurinn greiddi út 442 milljónir króna vegna kal- og girðingartjóns sem varð veturinn 2019 til 2020. Þá er áætlað að fjörutíu milljónir króna vanti upp á að fjárheimildir til niðurgreiðslu flutnings og dreifingar raforku til garðyrkjubænda dugi til að ná 95 prósent niðurgreiðsluhlutfalli sem er gert ráð fyrir í samningi ríkisins og Bændasamtakanna. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætis-, matvæla- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Landbúnaður Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21