Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Hákon Óli Sigurðsson tók þessar myndir eftir fyrri skriðuna í Eyrarhlíð sem féll um klukkan 15 í gær. Hákon Óli Sigurðsson Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“ Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ekki hefur rignt á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær en von er aftur á úrkomu í kvöld. Lögregla fundaði með ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar, Vegagerðinni og Almannavörnum klukkan ellefu og verður fundað reglulega til að fara yfir stöðuna. „Við þurfum að huga að ráðstöfunum eins og lokunum aftur og það má alveg búast við að það þurfi að loka Eyrarhlíðinni aftur í kvöld, nótt og meta aðstæður aftur í fyrramálið. En það verður sent nánar út á heimasíðu og Facebook-síðu lögreglunnar,“ segir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, og hvetur fólk til að fylgjast vel með tilkynningum frá lögreglu. Íbúar ofan við Hjallaveg á Ísafirði voru í gærkvöldi hvattir til að dvelja ekki í herbergjum sem snúa að Eyrarfjalli. Lögreglan var gagnrýnd í umræðum á Facebook fyrir að rýma ekki húsin. „Ofanflóðaeftirlit hefur ekki áhyggjur af því að þessi hús verði fyrir aurskriðum. Það eru skurðir og varnarmannvirki fyrir ofan en þetta er öryggisráðstöfun ef það skyldi koma aurflóð niður á skurði og garða, að það frussist ekki grjót á hús, sem eru efst í hlíðinni.“ Hægt er að neyta vatns úr krönum að nýju á Flateyri en tankbíll hefur verið að dæla inn á kerfið. Kraftur er þó lítill og íbúar beðnir að fara sparlega með vatnið. Fram kemur í tilkynningu á vef Ísafjarðarbæjar að aðstæður til að komast að vatnsbólinu séu slæmar en stefnt sé að því að komast þangað með mannskap eftir hádegi. Vatnsból á öllu svæðinu hafa verið drullug vegna leysinganna. „Við sáum að þetta skánaði frekar hratt í gær og í gærkvöldi var þetta orðið nokkuð gott. Mitt fólk var við eftirlit og að hreinsa síur og passa að vatnsveitan væri í lagi seint fram á kvöld og byrjaði snemma í morgun til að undirbúa daginn. Við vorum orðin nokkuð ánægð með stöðun á vatninu, það er fín staða. Það virkar allt eðlilega,“ segir Jón Páll Hreinson bæjarstjóri í Bolungarvík. Fara á að rigna aftur á morgun og segir Jón Páll að vatnsveitan verði áfram vöktuð. „Það ekki skemmtilegt að geta ekki treyst vatninu sem kemur úr krananum. Það er svolítið íslenskt að treysta vatninu sínu og það er leiðinlegt þegar það gerist ekki. Það eru einhverjar skrítnar tilfinningar sem fylgja því.“
Bolungarvík Ísafjarðarbær Færð á vegum Lögreglumál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira