Rútufyrirtækin þurfa að skipta um gír Haraldur Guðmundsson skrifar 4. júlí 2017 06:00 Framkvæmdastjórar Kynnisferða og Gray Line segja útlit fyrir talsverða hagræðingu hjá rútufyrirtækjum. „Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Verð eru farin að lækka skyndilega og tilboð birtast sem eru þannig að erfitt er að skilja hvernig hægt er að reka fyrirtæki á slíku og það verða miklar hræringar í þessu fram á haust og næsta vetur og þá mun einhver hagræðing hafa átt sér stað,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um upplifun sína af áhrifum styrkingar krónunnar á rútufyrirtæki hér á landi. Alls voru 569 rekstrarleyfi til fólksflutninga í gildi í síðasta mánuði en þau voru 389 í árslok 2014. Samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman fyrir Fréttablaðið hefur hópferðaleyfishöfum fjölgað um rétt tæp 59 prósent síðastliðin fimm ár. Líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu ógnar nú sterkt gengi krónunnar frekari vexti. „Þegar hægist á vextinum þarf að eiga sér stað hagræðing og vegna hærra gengis krónunnar finnst mér við einmitt vera á þeim tímapunkti þar sem það er að byrja að gerast,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Hærra gengi virðist vera að hægja á vexti ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustufyrirtæki voru því mörg með mjög há verð fyrir og geta ekki velt allri gengishækkuninni áfram en þurfa að vinda ofan af þessu og leita leiða til hagræðingar,“ segir Ásgeir. Kristján tekur fram að hann telji ágætis tíma fram undan í ferðaþjónustu en fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hafi verið og verði minni en áætlanir hafi gert ráð fyrir. „Það eru ákveðin hættumerki varðandi suma hópa ferðamanna sem hafa verið mjög stórir, eins og breski markaðurinn. Þeir hafa verið mjög sterkir sérstaklega í dagsferðum frá Reykjavík,“ segir Kristján. Framtakssjóðurinn Horn III, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, keypti í nóvember í fyrra fyrirtækið Hópbíla. Annar framtakssjóður, sem er einnig að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og fagfjárfesta, keypti sumarið 2015 tæplega helming hlutafjár Iceland Excursions Allrahanda, sérleyfishafa Gray Line á Íslandi. Í báðum tilvikum var við kaup vísað í mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. „Ef krónan verður áfram jafn sterk og hún er núna mun kauphegðun ferðamanna breytast. Það er verðstríð í gangi á þessum helstu ferðamannaseglum og það gengur ekki upp en ég er sannfærð um að það verði mun meiri samþjöppun í ferðaþjónustunni og að það sé nú mjög erfið afkoma hjá mörgum,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira