FH grátlega nálægt því að komast í Evrópudeildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2017 20:30 Úr fyrri leik liðanna. vísir/anton Tvö mörk frá Böðvari Böðvarssyni komu FH-ingum mjög nálægt því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Braga hafði að lokum 3-2 sigur á FH í síðari leik liðanna. Braga vinnur einvígið, 5-3. Böðvar kom FH í tvígang yfir í leiknum. Í stöðunni 1-2 var leikurinn á leið í framlengingu. Braga jafnaði, 2-2, er tíu mínútur voru eftir og þá var framlengingin úr sögunni. FH þurfti engu að síður aðeins eitt mark til þess að skjóta sér beint í riðlakeppnina. Liðið tefldi djarft undir lokin og fékk mark í andlitið í uppbótartíma. Hrikalega svekkjandi eftir hetjulega frammistöðu. Evrópudeild UEFA
Tvö mörk frá Böðvari Böðvarssyni komu FH-ingum mjög nálægt því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Braga hafði að lokum 3-2 sigur á FH í síðari leik liðanna. Braga vinnur einvígið, 5-3. Böðvar kom FH í tvígang yfir í leiknum. Í stöðunni 1-2 var leikurinn á leið í framlengingu. Braga jafnaði, 2-2, er tíu mínútur voru eftir og þá var framlengingin úr sögunni. FH þurfti engu að síður aðeins eitt mark til þess að skjóta sér beint í riðlakeppnina. Liðið tefldi djarft undir lokin og fékk mark í andlitið í uppbótartíma. Hrikalega svekkjandi eftir hetjulega frammistöðu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti