Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers.
Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards.
Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri.
Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla
Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA.
Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni.
Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum.
Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik.
Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum.
Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ
— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024