Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:00 Scottie Pippen eldri var stoltur af syni sínum Scotty Pippen yngri sem er að gera flotta hluti með Memphis Grizzlies. Getty/Luca Sgamellotti/Mitchell Leff Scottie Pippen hefur kvartað lengi yfir því að vera alltaf í skugganum á Michael Jordan en nú getur hann þakkað syni sínum fyrir að gera sig einstakan í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira