Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. september 2017 17:45 Benedikt Sveinsson er einn eigenda Reykjavík Excursions. Þar var Sveinn Matthíasson yfirmaður til margra ára. Vísir/Ernir Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, meðmæli um uppreist æru. Þetta hefur Vísir eftir heimildum. Eins og Vísir greindi frá í dag var Benedikt Sveinsson, fjárfestir og faðir forsætisráðherra, þriðji einstaklingurinn sem mælti með því að Hjalta yrði veitt uppreist æra. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir greindi fyrstur miðla frá því að hann væri einn hinna þriggja. Þar segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin.Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir.visir/hariAllir meðmælendur tengdir hópbílum Hjalti Sigurjón starfar sem atvinnubílstjóri en hefur reynst erfitt að halda sér í vinnu vegna sögu sinnar sem kynferðisbrotamaður. Hann var um tíma í starfi hjá Teiti Jónassyni. Vísir greindi frá því í ágúst að Hjalta Sigurjóni hefði verið vikið úr starfi hjá Teiti í fyrra. Hjalti hafði þá gefið sig á tal við dóttur fyrrverandi stjúpdóttur sína, þá sem hann fékk fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta á. Dóttirin lýsti manninum fyrir móður sinni. „Ég sagði þeim að þetta væri stórhættulegur maður og ef þau rækjust á hann ættu þau að hringja í mig eða lögregluna og koma sér í burtu eins hratt og mögulegt er,“ sagði móðirin í samtali við Vísi. Móðirin hafði samband við hópbílafyrirtækið. Var Hjalta í framhaldinu sagt upp störfum hjá Teiti.Ekki í boði að kynferðisbrotamenn aki skólabílum „Auðvitað kemur upp að menn gangi í öll störf og eins og allir vita er alvörumál að aka börnum. Það er ekki liðið að menn með slíka forsögu aki skólabílum,“ sagði í skriflegu svari frá hópbílafyrirtækinu til Vísis. Framkvæmdastjóri Teits Jónassonar, Haraldur Teitsson, var sem fyrr segir einn þeirra sem skrifaði meðmælabréf fyrir Hjalta. Sá þriðji, Sveinn Matthíasson, starfaði sem yfirmaður hjá Kynnisferðum, nú Reykjavík Excursions, í þrettán ár. Hjalti Sigurjón starfaði hjá fyrirtækinu um tíma. Benedikt, sem á hlut í fyrirtækinu, segir í yfirlýsingu sinni í dag að hann hafi aðstoðað Hjalta í gegnum árin við atvinnuleit. Hvorki náðist í Harald né Svein við vinnslu þessarar fréttar. Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 „Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni, meðmæli um uppreist æru. Þetta hefur Vísir eftir heimildum. Eins og Vísir greindi frá í dag var Benedikt Sveinsson, fjárfestir og faðir forsætisráðherra, þriðji einstaklingurinn sem mælti með því að Hjalta yrði veitt uppreist æra. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir greindi fyrstur miðla frá því að hann væri einn hinna þriggja. Þar segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin.Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt. Hjalti hafi skrifað bréf sem Benedikt hafi svo skrifað undir.visir/hariAllir meðmælendur tengdir hópbílum Hjalti Sigurjón starfar sem atvinnubílstjóri en hefur reynst erfitt að halda sér í vinnu vegna sögu sinnar sem kynferðisbrotamaður. Hann var um tíma í starfi hjá Teiti Jónassyni. Vísir greindi frá því í ágúst að Hjalta Sigurjóni hefði verið vikið úr starfi hjá Teiti í fyrra. Hjalti hafði þá gefið sig á tal við dóttur fyrrverandi stjúpdóttur sína, þá sem hann fékk fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta á. Dóttirin lýsti manninum fyrir móður sinni. „Ég sagði þeim að þetta væri stórhættulegur maður og ef þau rækjust á hann ættu þau að hringja í mig eða lögregluna og koma sér í burtu eins hratt og mögulegt er,“ sagði móðirin í samtali við Vísi. Móðirin hafði samband við hópbílafyrirtækið. Var Hjalta í framhaldinu sagt upp störfum hjá Teiti.Ekki í boði að kynferðisbrotamenn aki skólabílum „Auðvitað kemur upp að menn gangi í öll störf og eins og allir vita er alvörumál að aka börnum. Það er ekki liðið að menn með slíka forsögu aki skólabílum,“ sagði í skriflegu svari frá hópbílafyrirtækinu til Vísis. Framkvæmdastjóri Teits Jónassonar, Haraldur Teitsson, var sem fyrr segir einn þeirra sem skrifaði meðmælabréf fyrir Hjalta. Sá þriðji, Sveinn Matthíasson, starfaði sem yfirmaður hjá Kynnisferðum, nú Reykjavík Excursions, í þrettán ár. Hjalti Sigurjón starfaði hjá fyrirtækinu um tíma. Benedikt, sem á hlut í fyrirtækinu, segir í yfirlýsingu sinni í dag að hann hafi aðstoðað Hjalta í gegnum árin við atvinnuleit. Hvorki náðist í Harald né Svein við vinnslu þessarar fréttar.
Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 „Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Dæmdur barnaníðingur ók grunnskólabörnum Ók börnum stjúpdóttur sem var dæmdur fyrir að brjóta á kynferðislega í tólf ár. 3. september 2017 10:00
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
„Ég þarf að búa við þetta alla ævi“ Kona sem var misnotuð nær daglega af stjúpföður sínum segist í samtali við Vísi ekki skilja hvernig hægt sé að treysta ráðamönnum þjóðarinnar sem kvitti undir beiðni um uppreist æru sem byggi ekki á meiru en meðmælum vina viðkomandi, sem hljóti nafnleynd. 7. september 2017 18:45
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45