Evrópuhörmung Everton heldur áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 22:00 Wayne Rooney og félagar eiga enn eftir að vinna leik. vísir/getty Það kallast varla frétt lengur þegar að Everton tapar fótboltaleik en það gerði liðið enn eina ferðina í kvöld. Everton tapaði að þessu sinni fyrir Atalanta frá Ítalíu, 5-1, í fimmtu og næst síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalski framherjinn Bryan Cristante kom Atalanta í 2-0 en þar á milli hafði Alejandro Gomez látið verja frá sér vítaspyrnu. Sandro Ramirez minnkaði muninn fyrir Everton á 71. mínútu en gestirnir komust í 3-1 með marki Robin Gosens á 86. mínútu. Danski framherjinn Andreas Cornelius skoraði svo tvívegis undir lokin og innsiglaði stórsigur Atalanta, 5-1. Everton er enn án sigurs eftir fimm leiki í Evrópudeildinni en það átti ekki möguleika á að komast áfram í kvöld og var Gylfi Þór Sigurðsson ekki í leikmannahópnum. Enska liðið getur aðeins bjargað andliti í lokaumferðinni og kannski unnið einn Evrópusigur en það mætir Apollon Limassol frá Kýpur á útivelli. Evrópudeild UEFA
Það kallast varla frétt lengur þegar að Everton tapar fótboltaleik en það gerði liðið enn eina ferðina í kvöld. Everton tapaði að þessu sinni fyrir Atalanta frá Ítalíu, 5-1, í fimmtu og næst síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalski framherjinn Bryan Cristante kom Atalanta í 2-0 en þar á milli hafði Alejandro Gomez látið verja frá sér vítaspyrnu. Sandro Ramirez minnkaði muninn fyrir Everton á 71. mínútu en gestirnir komust í 3-1 með marki Robin Gosens á 86. mínútu. Danski framherjinn Andreas Cornelius skoraði svo tvívegis undir lokin og innsiglaði stórsigur Atalanta, 5-1. Everton er enn án sigurs eftir fimm leiki í Evrópudeildinni en það átti ekki möguleika á að komast áfram í kvöld og var Gylfi Þór Sigurðsson ekki í leikmannahópnum. Enska liðið getur aðeins bjargað andliti í lokaumferðinni og kannski unnið einn Evrópusigur en það mætir Apollon Limassol frá Kýpur á útivelli.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti