Nissan afhendir Leaf nr. 300.000 Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2018 16:02 Ný kynslóð Nissan Leaf er þegar til sölu í Japan og brátt í Bandaríkjunum og Evrópu. Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir
Í gær afhenti Nissan sinn þrjúhundruðþúsundasta Leaf rafmagnsbíl. Það tók ríflega 7 ár fyrir Nissan að selja svo marga Leaf bíla, en Nissan Leaf var fyrst kynntur til sögunnar í desember árið 2010. Flestir Leaf bílar hafa verið seldir í Bandaríkjunum, eða 114.827 og um 90.000 í Japan. Það þýðir að um 95.000 Leaf bílar hafa verið seldir annarsstaðar í heiminum, svo sem í Evrópu. Það á Noregur væntanlega vænan skerf. Ný kynslóð af Nissan Leaf hefur nú þegar verið kynnt í Japan og sala bílsins hefst í Evrópu í febrúar, en í þessum mánuði í Bandaríkjunum. Búast má við vænum sölukipp á Nissan Leaf með þessari langdrægari kynslóð bílsins. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og mun örugglega halda þeim titli á næstu árum, enda með góða forystu á aðrar gerðir rafmagnsbíla.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir