Arsenal með risa sigur á San Síró │ Sjáðu mörkin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:30 Arsenal vann sterkan útisigur í fyrri leiknum í einvígi sínu við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Henrikh Mkhitaryan kom gestunum frá Englandi yfir strax á 15. mínútu. Mesut Özil átti þá sendingu inn á Armenann sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal. Þjóðverjinn Özil var svo aftur á ferðinni á loka mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik þegar hann átti frábæra sendingu inn á Aaron Ramsey sem náði að komast framhjá Gianluigi Donnarumma í markinu og skora í autt netið. Heimamenn í Milan náðu ekki að svara fyrir sig þrátt fyrir að eiga 16 skot, en aðeins eitt þeirra rataði á rammann. Arsenal fer því með mikilvæg útivallarmörk og tveggja stiga forystu aftur til Englands fyrir seinni leikinn. Evrópudeild UEFA
Arsenal vann sterkan útisigur í fyrri leiknum í einvígi sínu við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Henrikh Mkhitaryan kom gestunum frá Englandi yfir strax á 15. mínútu. Mesut Özil átti þá sendingu inn á Armenann sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal. Þjóðverjinn Özil var svo aftur á ferðinni á loka mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik þegar hann átti frábæra sendingu inn á Aaron Ramsey sem náði að komast framhjá Gianluigi Donnarumma í markinu og skora í autt netið. Heimamenn í Milan náðu ekki að svara fyrir sig þrátt fyrir að eiga 16 skot, en aðeins eitt þeirra rataði á rammann. Arsenal fer því með mikilvæg útivallarmörk og tveggja stiga forystu aftur til Englands fyrir seinni leikinn.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti